Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:53 Einu viðmæli föður Ara við fréttunum voru að hann yrði nú að fara að vanda málfarið. Vísir Ari Eldjárn, grínisti með meiru, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru í Eddu í dag, á degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók við verðlaununum sagðist hann hafa upplifað svokallað loddaraheilkenni. „Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins. Íslensk tunga Menning Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Íslensk tunga Menning Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent