„Spila oftast best þegar ég er reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:28 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísak Bergmann Jóhannesson átti góða innkomu í leik Íslands og Svartfjallalands í dag. Hann kom með kraft inn á miðjuna og innsiglaði sigur Íslands með marki undir lokin. „Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Sjá meira
„Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Sjá meira