Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2024 07:54 Myndin er lýsandi fyrir bardagann. Hægur Tyson kemur ekki höggi á Paul. Tayfun Coskun/Anadolu via Getty Images YouTube-stjarnan Jake Paul fagnaði sigri í umdeildum hnefaleikabardaga við 58 ára gamlan Mike Tyson í Arlington í Texas í nótt. Þar gekk á ýmsu. 70 þúsund manns voru saman komin á heimavelli Dallas Cowboys til að sjá bardagann. Netflix sýndi beint frá viðburðinum sem er á meðal stærri hnefaleikaviðburða sögunnar. Upphitunarbardagar fyrir þann stóra milli Paul og Tyson hófust klukkan eitt í nótt en strax þá fundu einhverjir fyrir hökti eða slökum gæðum í útsendingu streymisveitunnar. Margur ætlaði sér að stilla inn í morgunsárið þegar kom loks að aðalbardaganum um klukkan fimm en lentu í vandræðum. Netþjónar Netflix virðast hreinlega ekki hafa ráðið við álagið og margir sem sátu eftir með sárt ennið og gátu ekki séð bardagann. Takk Netflix pic.twitter.com/TCL6jmv1ln— Henry Birgir (@henrybirgir) November 16, 2024 Tyson var þá kokhraustur í viðtali áður en látalætin hófust þegar hann var tekinn tali í búningsherbergi sínu. Hann sagðist ætla að vinna grimmilegan sigur áður en hann sneri sér við og rasskinnar hans blöstu við. Mike Tyson's pre-fight interview got real cheeky. #PaulTyson pic.twitter.com/xPR3L0R9C0— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Bardaginn var og hefur verið umdeildur. Hann átti upprunalega að fara fram í sumar en var frestað vegna magasárs sem Tyson glímdi við. Tyson var margfaldur heimsmeistari í þungavigt á níunda áratugnum en hætti hnefaleikaiðkun endanlega fyrir tæpum tveimur áratugum. Í þann mund sem andstæðingur hans Jake Paul var að fæðast, árið 1997, háði Tyson frægan bardaga við Evander Holyfield þar sem Tyson beit í eyra Holyfields. A ringside look at #PaulTyson 👀 pic.twitter.com/WZlzvJ7gKX— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Það varð svo að hinn 27 ára gamli Paul, samfélagsmiðlastjarna sem sneri sér að hnefaleikum fyrir um sex árum síðan, hafði óumflýjanlega betur gegn gamla manninum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. Einhverjir aðdáendur í stúkunni höfðu yfirgefið svæðið þegar loks kom að því að dómarar dæmdu Paul 80-72, 79-73 og 79-73 sigur. Paul heiðraði Tyson eftir bardagann og sagði mikinn heiður að fá að deila hringnum með þeim gamla. Um er að ræða ellefta sigur Pauls á atvinnumannaferli hans en hans eina tap var gegn Tommy Fury í fyrra. Jake Paul praises Mike Tyson: "He's the GOAT" #PaulTyson pic.twitter.com/AhEBA5Ojoj— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Tyson vildi ekki gefast upp og ekki hægt að kalla það annað en óþægilegt augnablik þegar Tyson kallaði á yngri bróður Pauls, Logan, og sagðist vilja berjast aftur. Tapið er það sjöunda í 57 bardögum Tysons á ferli sem nær aftur til 1985. Box Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sjá meira
70 þúsund manns voru saman komin á heimavelli Dallas Cowboys til að sjá bardagann. Netflix sýndi beint frá viðburðinum sem er á meðal stærri hnefaleikaviðburða sögunnar. Upphitunarbardagar fyrir þann stóra milli Paul og Tyson hófust klukkan eitt í nótt en strax þá fundu einhverjir fyrir hökti eða slökum gæðum í útsendingu streymisveitunnar. Margur ætlaði sér að stilla inn í morgunsárið þegar kom loks að aðalbardaganum um klukkan fimm en lentu í vandræðum. Netþjónar Netflix virðast hreinlega ekki hafa ráðið við álagið og margir sem sátu eftir með sárt ennið og gátu ekki séð bardagann. Takk Netflix pic.twitter.com/TCL6jmv1ln— Henry Birgir (@henrybirgir) November 16, 2024 Tyson var þá kokhraustur í viðtali áður en látalætin hófust þegar hann var tekinn tali í búningsherbergi sínu. Hann sagðist ætla að vinna grimmilegan sigur áður en hann sneri sér við og rasskinnar hans blöstu við. Mike Tyson's pre-fight interview got real cheeky. #PaulTyson pic.twitter.com/xPR3L0R9C0— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Bardaginn var og hefur verið umdeildur. Hann átti upprunalega að fara fram í sumar en var frestað vegna magasárs sem Tyson glímdi við. Tyson var margfaldur heimsmeistari í þungavigt á níunda áratugnum en hætti hnefaleikaiðkun endanlega fyrir tæpum tveimur áratugum. Í þann mund sem andstæðingur hans Jake Paul var að fæðast, árið 1997, háði Tyson frægan bardaga við Evander Holyfield þar sem Tyson beit í eyra Holyfields. A ringside look at #PaulTyson 👀 pic.twitter.com/WZlzvJ7gKX— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Það varð svo að hinn 27 ára gamli Paul, samfélagsmiðlastjarna sem sneri sér að hnefaleikum fyrir um sex árum síðan, hafði óumflýjanlega betur gegn gamla manninum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. Einhverjir aðdáendur í stúkunni höfðu yfirgefið svæðið þegar loks kom að því að dómarar dæmdu Paul 80-72, 79-73 og 79-73 sigur. Paul heiðraði Tyson eftir bardagann og sagði mikinn heiður að fá að deila hringnum með þeim gamla. Um er að ræða ellefta sigur Pauls á atvinnumannaferli hans en hans eina tap var gegn Tommy Fury í fyrra. Jake Paul praises Mike Tyson: "He's the GOAT" #PaulTyson pic.twitter.com/AhEBA5Ojoj— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Tyson vildi ekki gefast upp og ekki hægt að kalla það annað en óþægilegt augnablik þegar Tyson kallaði á yngri bróður Pauls, Logan, og sagðist vilja berjast aftur. Tapið er það sjöunda í 57 bardögum Tysons á ferli sem nær aftur til 1985.
Box Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sjá meira