Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 07:47 Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun