Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:30 Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar. Málið er nefnilega það að allir flokkarnir vilja góðan efnahag, sterkara heilbrigðiskerfi og betra menntakerfi. Það þarf að fara á dýptina og það þarf að skoða hvernig flokkarnir hafa hugsað sér að ná sínum markmiðum. Samhliða þeirri vinnu er gott að velta fyrir sér sínum eigin grunngildum. Málið er nefnilega það að það er ólíklegt að maður finni flokk þar sem maður er sammála í einu og öllu. Maður gæti þurft að gera einhverjar málamiðlanir, eða stofna enn einn flokkinn. Þeim sem finnst nóg af flokkum og telja sig geta átt samleið með einhverjum af þeim sem fyrir eru er því holt að velta því fyrir sér hvað það er sem þeir eru tilbúnir að gera málamiðlanir með. Eru það atriði er varða stóriðju, samgöngur, alþjóðasamstarf eða eitthvað annað? Fyrir mér var þetta einfalt, ég fann mjög fljótt að ég átti samleið með Viðreisn. Ég sá líka að þar þurfti ég ekki að gefa neinn afslátt á mín grunngildi og þá meina ég að ég þurfti ekki að gefa afslátt á mannréttindi, jafnrétti eða réttlæti. Heilsa fólks andleg- og líkamleg er sett í forgrunn og manneskjan sjálf. Mér fannst því auðvelt að hengja nafnið mitt við Viðreisn og hef síðan þá verið stolt Viðreisnarkona og fullviss að flokkurinn setur réttindi fólks og frelsi í fyrirrúm. Í mínum huga get ég ekki gefið afslátt á mannréttindi. Hefur þú spáð í því hvar þú gefur afslátt með x-inu þínu? Höfundur skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar. Málið er nefnilega það að allir flokkarnir vilja góðan efnahag, sterkara heilbrigðiskerfi og betra menntakerfi. Það þarf að fara á dýptina og það þarf að skoða hvernig flokkarnir hafa hugsað sér að ná sínum markmiðum. Samhliða þeirri vinnu er gott að velta fyrir sér sínum eigin grunngildum. Málið er nefnilega það að það er ólíklegt að maður finni flokk þar sem maður er sammála í einu og öllu. Maður gæti þurft að gera einhverjar málamiðlanir, eða stofna enn einn flokkinn. Þeim sem finnst nóg af flokkum og telja sig geta átt samleið með einhverjum af þeim sem fyrir eru er því holt að velta því fyrir sér hvað það er sem þeir eru tilbúnir að gera málamiðlanir með. Eru það atriði er varða stóriðju, samgöngur, alþjóðasamstarf eða eitthvað annað? Fyrir mér var þetta einfalt, ég fann mjög fljótt að ég átti samleið með Viðreisn. Ég sá líka að þar þurfti ég ekki að gefa neinn afslátt á mín grunngildi og þá meina ég að ég þurfti ekki að gefa afslátt á mannréttindi, jafnrétti eða réttlæti. Heilsa fólks andleg- og líkamleg er sett í forgrunn og manneskjan sjálf. Mér fannst því auðvelt að hengja nafnið mitt við Viðreisn og hef síðan þá verið stolt Viðreisnarkona og fullviss að flokkurinn setur réttindi fólks og frelsi í fyrirrúm. Í mínum huga get ég ekki gefið afslátt á mannréttindi. Hefur þú spáð í því hvar þú gefur afslátt með x-inu þínu? Höfundur skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun