Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 15:31 Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar