Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2024 08:02 Hermann Hreiðarsson er spenntur fyrir komandi tímum hjá HK. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Mynd: HK Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum. Hermann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV eftir nýafstaðið tímabil þar sem að hann stýrði liðinu upp í efstu deild. Eyjamaðurinn var reiðubúinn í að bíða þolinmóður eftir næsta starfi en var þó ekki lengi atvinnulaus því nú er hann orðinn þjálfari HK. Hann sér möguleika hjá liðinu sem féll nýlega úr Bestu deildinni en Ómar Ingi Guðmundsson sagði upp störfum sem þjálfari HK eftir tímabilið. „Stuttu eftir að Ómar lætur af störfum fæ ég símtal varðandi það hvort ég hefði áhuga á starfinu og væri til í að koma í viðtal,“ segir Hermann varðandi aðdragandann að nýja starfinu. „Ég slæ til. Fer í viðtalið og er svo kallaður inn í annað viðtal nokkrum dögum síðar. Eftir það er svo sagt við mig að þeir myndu vera í sambandi við mig. Sem og þeir gerðu. Það var gengið til samninga og málið klárað núna síðastliðinn laugardag.“ Hermann og Hjörtur Þór Steindórsson formaður knattspyrnudeildar HK handsala samning sín á milliMynd: HK „Ég var alveg tilbúinn í að vera þolinmóður. Maður veit hvernig þessi bransi er. Það er ekkert gengið að því að hoppa strax í næsta starf. Ég var því alveg búinn undir það að það þyrfti ekkert að detta eitthvað strax inn. Þarna er rosalega flottur klúbbur á ferð, tiltölulega ungt félag og gaman að taka þátt í svona uppbyggingu og vegferð. Klúbburinn hefur alla burði til þess að taka framförum og þakið er ansi hátt þarna. Þetta er eiginlega eitt af þeim draumastörfum sem þú færð. Að geta tekið þátt í uppbyggingu og framförum.“ Spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi Hermann skrifar undir þriggja ára samning í Kópavoginum og vegferðin hefst í hinni feikna sterku Lengjudeild á næsta ári. Deild sem Hermann vann með ÍBV í ár. Stefnan er sett á að gera HK að stabílu efstu deildar félagi. „Það er langtímamarkmið. Það er klárt. Raunhæft markmið. Óstöðugleikinn er til staðar þegar að þú ert með marga unga leikmenn. HK hefur verið að gefa mörgum ungum leikmönnum tækifæri og byggja þá upp fyrir framtíðina. Starfið sem að Ómar og fólkið í kringum hann hefur verið að skila af sér er frábært. Þeir eru að skila af sér flottu búi og margir leikmenn komnir með reynslu og smá smjörþef af leikjum í efstu deild og meistaraflokki. Það er gríðarlega mikilvægt og ég held að allir í fótboltanum hér á Íslandi beri virðingu fyrir því.“ Fögnuður HK manna eftir leik í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það geta ekki allir verið að keppa á toppnum en stefnan er fyrst og fremst að byggja upp betri og fleiri leikmenn. Geta tekið þátt í því sem að þau félög sem eru með flesta iðkendur eru að gera. Selja fleiri leikmenn erlendis. Að fleiri geti tekið næstu skref. Það er heildarmarkmiðið. Það er frábært fólk hjá HK og allir hungraðir í að gera þetta eins vel og hægt er. Þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi.“ Lykilmenn fara Margir leikmenn HK eru að renna út á samningi og þeirra á meðal er fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson. Hermann býst við því að einhverjir lykilleikmenn hverfi á braut en fyllt verði í þau skörð. „Það eiga sér alltaf stað einhverjar hreyfingar þegar að lið fellur. Einhverjir leikmenn sem vilja vera áfram í efstu deild. Það er öruggt að einhverjir leikmenn munu fara. Hvað Leif varðar þá er hann goðsögn í HK, auðvitað viljum við halda honum en þetta er í hans höndum.“ Leifur Andri í baráttunni í leik með HKVísir/Hulda Margrét „Ég vissi það að hann væri að skoða sín mál. Yngri kjarninn verður áfram hjá okkur en klárt að einhverjir lykilmenn fara. Það verður fyllt í þau skörð sem þarf að fylla í. Svo fá fleiri ungir strákar stórt tækifæri. Það eru tækifæri fólgin í því að fara niður. Þú getur leyft fleirum að fá sénsinn. Það er alveg öruggt.“ Stefnan sett beint upp Verkefnið í Lengjudeildinni á næsta tímabili er ærið og fékk Hermann að kynnast því með liði ÍBV á nýafstöðnu tímabili hversu erfið deildin er en aðeins efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina á meðan að liðið í öðru til fimmta sæti berjast um hitt lausa sætið sín á milli í umspili. „Þetta var skemmtileg deild í sumar og fyrirkomulagið vel heppnað. Þetta var lifandi alveg fram í síðustu umferð varðandi það hvaða lið færu í umspilið og hverjir færu beint upp. Allir að vinna alla og tína stig hvort af öðru. Það eru mörg sterk lið í þessari deild. Flest lið gera tilkall í að fara upp. Við vitum að það er ekkert gefið í þessu. Það mun gilda á næsta tímabili. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir okkur, að koma okkur aftur upp.“ Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni sem þjálfari ÍBV á sínum tíma.Vísir/Hulda Margrét Og er það ekki stefnan að fara strax aftur upp í Bestu deildina? „Að sjálfsögðu. Stefnum beint að því að vinna deildina og koma okkur beint upp.“ Fer inn í hlýjuna Eyjamaðurinn Hermann hefur þá ímynd út á við að vera harður í horn að taka, hörkutöl og baráttujaxl sem virðist þrífast best í ekta íslenskum aðstæðum. Eins og frægt er orðið spilar HK sína heimaleiki inni í Kórnum sem fer misvel í aðila utan félagsins. Er það ekki dálítil andstaða við ímynd Hermanns að færa sig inn í hlýja loftið í Kórnum? „Jú,“ segir Hermann og hlær. „En aðstaðan er frábær. Nýtt gervigras og maður getur treyst á sömu aðstæður. Það er nú svolítið nýtt. Að þurfa ekki að taka tillit til veðursins fimm sinnum á dag. En vissulega æfum við úti líka. Þetta eru því ekki stórar breytingar. Það er höll í Vestmannaeyjum líka þótt hún sé bara hálf, en aðal breytingin er sú að við vitum að hverju við göngum á heimavelli á leikdegi. Það er mjög jákvætt að geta staðið við eitt plan.“ HK Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hermann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV eftir nýafstaðið tímabil þar sem að hann stýrði liðinu upp í efstu deild. Eyjamaðurinn var reiðubúinn í að bíða þolinmóður eftir næsta starfi en var þó ekki lengi atvinnulaus því nú er hann orðinn þjálfari HK. Hann sér möguleika hjá liðinu sem féll nýlega úr Bestu deildinni en Ómar Ingi Guðmundsson sagði upp störfum sem þjálfari HK eftir tímabilið. „Stuttu eftir að Ómar lætur af störfum fæ ég símtal varðandi það hvort ég hefði áhuga á starfinu og væri til í að koma í viðtal,“ segir Hermann varðandi aðdragandann að nýja starfinu. „Ég slæ til. Fer í viðtalið og er svo kallaður inn í annað viðtal nokkrum dögum síðar. Eftir það er svo sagt við mig að þeir myndu vera í sambandi við mig. Sem og þeir gerðu. Það var gengið til samninga og málið klárað núna síðastliðinn laugardag.“ Hermann og Hjörtur Þór Steindórsson formaður knattspyrnudeildar HK handsala samning sín á milliMynd: HK „Ég var alveg tilbúinn í að vera þolinmóður. Maður veit hvernig þessi bransi er. Það er ekkert gengið að því að hoppa strax í næsta starf. Ég var því alveg búinn undir það að það þyrfti ekkert að detta eitthvað strax inn. Þarna er rosalega flottur klúbbur á ferð, tiltölulega ungt félag og gaman að taka þátt í svona uppbyggingu og vegferð. Klúbburinn hefur alla burði til þess að taka framförum og þakið er ansi hátt þarna. Þetta er eiginlega eitt af þeim draumastörfum sem þú færð. Að geta tekið þátt í uppbyggingu og framförum.“ Spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi Hermann skrifar undir þriggja ára samning í Kópavoginum og vegferðin hefst í hinni feikna sterku Lengjudeild á næsta ári. Deild sem Hermann vann með ÍBV í ár. Stefnan er sett á að gera HK að stabílu efstu deildar félagi. „Það er langtímamarkmið. Það er klárt. Raunhæft markmið. Óstöðugleikinn er til staðar þegar að þú ert með marga unga leikmenn. HK hefur verið að gefa mörgum ungum leikmönnum tækifæri og byggja þá upp fyrir framtíðina. Starfið sem að Ómar og fólkið í kringum hann hefur verið að skila af sér er frábært. Þeir eru að skila af sér flottu búi og margir leikmenn komnir með reynslu og smá smjörþef af leikjum í efstu deild og meistaraflokki. Það er gríðarlega mikilvægt og ég held að allir í fótboltanum hér á Íslandi beri virðingu fyrir því.“ Fögnuður HK manna eftir leik í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það geta ekki allir verið að keppa á toppnum en stefnan er fyrst og fremst að byggja upp betri og fleiri leikmenn. Geta tekið þátt í því sem að þau félög sem eru með flesta iðkendur eru að gera. Selja fleiri leikmenn erlendis. Að fleiri geti tekið næstu skref. Það er heildarmarkmiðið. Það er frábært fólk hjá HK og allir hungraðir í að gera þetta eins vel og hægt er. Þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi.“ Lykilmenn fara Margir leikmenn HK eru að renna út á samningi og þeirra á meðal er fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson. Hermann býst við því að einhverjir lykilleikmenn hverfi á braut en fyllt verði í þau skörð. „Það eiga sér alltaf stað einhverjar hreyfingar þegar að lið fellur. Einhverjir leikmenn sem vilja vera áfram í efstu deild. Það er öruggt að einhverjir leikmenn munu fara. Hvað Leif varðar þá er hann goðsögn í HK, auðvitað viljum við halda honum en þetta er í hans höndum.“ Leifur Andri í baráttunni í leik með HKVísir/Hulda Margrét „Ég vissi það að hann væri að skoða sín mál. Yngri kjarninn verður áfram hjá okkur en klárt að einhverjir lykilmenn fara. Það verður fyllt í þau skörð sem þarf að fylla í. Svo fá fleiri ungir strákar stórt tækifæri. Það eru tækifæri fólgin í því að fara niður. Þú getur leyft fleirum að fá sénsinn. Það er alveg öruggt.“ Stefnan sett beint upp Verkefnið í Lengjudeildinni á næsta tímabili er ærið og fékk Hermann að kynnast því með liði ÍBV á nýafstöðnu tímabili hversu erfið deildin er en aðeins efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina á meðan að liðið í öðru til fimmta sæti berjast um hitt lausa sætið sín á milli í umspili. „Þetta var skemmtileg deild í sumar og fyrirkomulagið vel heppnað. Þetta var lifandi alveg fram í síðustu umferð varðandi það hvaða lið færu í umspilið og hverjir færu beint upp. Allir að vinna alla og tína stig hvort af öðru. Það eru mörg sterk lið í þessari deild. Flest lið gera tilkall í að fara upp. Við vitum að það er ekkert gefið í þessu. Það mun gilda á næsta tímabili. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir okkur, að koma okkur aftur upp.“ Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni sem þjálfari ÍBV á sínum tíma.Vísir/Hulda Margrét Og er það ekki stefnan að fara strax aftur upp í Bestu deildina? „Að sjálfsögðu. Stefnum beint að því að vinna deildina og koma okkur beint upp.“ Fer inn í hlýjuna Eyjamaðurinn Hermann hefur þá ímynd út á við að vera harður í horn að taka, hörkutöl og baráttujaxl sem virðist þrífast best í ekta íslenskum aðstæðum. Eins og frægt er orðið spilar HK sína heimaleiki inni í Kórnum sem fer misvel í aðila utan félagsins. Er það ekki dálítil andstaða við ímynd Hermanns að færa sig inn í hlýja loftið í Kórnum? „Jú,“ segir Hermann og hlær. „En aðstaðan er frábær. Nýtt gervigras og maður getur treyst á sömu aðstæður. Það er nú svolítið nýtt. Að þurfa ekki að taka tillit til veðursins fimm sinnum á dag. En vissulega æfum við úti líka. Þetta eru því ekki stórar breytingar. Það er höll í Vestmannaeyjum líka þótt hún sé bara hálf, en aðal breytingin er sú að við vitum að hverju við göngum á heimavelli á leikdegi. Það er mjög jákvætt að geta staðið við eitt plan.“
HK Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira