Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar