Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 21:15 Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Sigríður María Egilsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun