Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar 12. nóvember 2024 07:45 Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar