Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar 12. nóvember 2024 07:31 Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar