Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Íslandsmeistaraparið Damir Muminovic og Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Stefán Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn. Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín
Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira