Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 15:15 Jürgen Klopp ræðir hér við David Coote á leik Liverpool gegn Southampton í maí 2022. Coote hefur sinnt dómarastörfum í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Getty/Robin Jones Myndband sem virðist sýna David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni, tala með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018.
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira