Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 10:28 Shigeru Ishiba var ánægður með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á japanska þinginu í morgun. EPA Shigeru Ishiba mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Japans þrátt fyrir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, og stuðningsflokkar hafi misst meirihluta á þingi í þingkosningum sem fram fóru í lok október. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986. Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986.
Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52