Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar 8. nóvember 2024 08:47 Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar