Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar