Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:07 Kjörseðillinn í Maricopa er engin smásmíði að þessu sinni; tvö A4 blöð, prentuð báðum megin. Kosið er um forseta, þingmenn, ýmis embætti og nefndarsæti og fjölda tillagna, meðal annars er varða þungunarrof. AP/Matt York Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa.
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03