Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 17:05 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sambanborið við 6,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. „Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum,“ segir bankastjórinn um sögulega háa verðtryggða vexti. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent