„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“ Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“
Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira