Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 09:01 Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með liði Manchester City. Getty/Ryan Crockett Það voru ekki bara Real Madrid leikmennirnir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem skrópuðu á verðlaunahátíð Ballon d'Or í gær. Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð. Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu. Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm— Bold (@bolddk) October 29, 2024 Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid. Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu. Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube. Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum. Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð. Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu. Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm— Bold (@bolddk) October 29, 2024 Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid. Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu. Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube. Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum. Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira