Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2024 09:31 Þorlákur Árnason, nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta þekkir vel til Vestmannaeyja og er spenntur fyrir því að snúa þangað aftur. Mynd: ÍBV Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn. Aðdragandinn að samstarfi Þorláks og ÍBV var stuttur. Hann var að eigin sögn ný lagstur í sófann eftir að hætt sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense sem náði sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni, þegar að kallið kom úr Vestmannaeyjum eftir að Hermann Hreiðarsson hafði óvænt sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Þorlákur mun flytja til Eyja, fjölskyldan verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, Láki þekkir lífið á eyjunni vel og segir það einna helst tvennt sem heilli hann við það tækifæri að taka við ÍBV á þessum tímapunkti. „Ég er náttúrulega alinn upp í Vestmannaeyjum. Bjó þar sem krakki og fannst núna vera kominn tími til að fara aftur til Eyja. Síðan finnst mér þetta ÍBV lið mjög spennandi. Það eru leikmenn þarna á góðum aldri. Leikmenn á aldrinum 22-27 ára. Margir leikmenn sem geta bætt sig að mínu mati. Þetta tvennt gerði útslagið fyrir mig.“ ÍBV tryggði sig beint upp í Bestu deildina með því að verða Lengjudeildarmeistari. Fótboltahefðin er mikil í Eyjum, margir sem horfa á ÍBV sem félag sem á heima í efstu deild en karlaliðið hefur verið yoyo undanfarin ár. „Lengjudeildin er gríðarlega erfið og jöfn deild eins og þú sagðir sjálfur. Ég er búinn að þjálfa í henni nokkrum sinnum. Ég held bara að það sé stemning í þessum leikmannahópi. Aðkomumennirnir sem hafa verið á mála hjá liðinu eru orðnir að miklu leiti bara Eyjamenn. Það er nauðsynlegt. Stemningin er svo mikilvægur þáttur í þessu þegar að þú ert að spila fyrir ÍBV. Þeir áttu skilið að fara upp. Nú snýst þetta bara um að sanna sig í Bestu deildinni.“ „Ég held að í grunnin sé það akkúrat það sem þessir hlutlausu hugsa. Er ÍBV að fara að vera áfram eitthvað yoyo lið? Ég hef trú á því að við verðum með frambærilegt lið á næsta ári. Það hefur allavegana engin áhrif á mig.“ Eyjamenn breytast í Spartverja Láki ætlar að flytjast búferlum til Vestmannaeyja. „Stutt spjall við konuna og bingó,“ segir Láki sem heldur þó einn til Vestmannaeyja. „Konan er æviráðin íþróttakennari hérna konan og fer ekki fet. Við höfum þó náð góðu jafnvægi í sambandið með því að vera í fjarbúð. Það verður ekkert vandamál.“ Fram undan spennandi tímar í Vestmannaeyjum þar sem að Láki skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hvernig horfir hann á þessi þrjú ár fram undan varðandi liðið og fótboltann? „Ég hef lært að hugsa þetta bara eitt ár fram í tímann. Fyrsta verkið núna er að hitta leikmenn, fara yfir stöðuna með þeim. Fá það á hreint hvaða leikmenn verða áfram. Það eru einhverjir leikmenn sem eru að hætta, aðrir sem eru að færa sig um set. Síðan förum við í að reyna fá leikmenn inn í stað þeirra sem eru að fara. Ég sest niður með leikmönnum og fer yfir markmiðin. Ég bara vonast til að við verðum með lið sem getur verið með þennan eyja anda. Að við höldum honum. Það er bara þannig í heimamönnunum sem og þeim sem fara til Eyja að þeir breytast í einhverja Spartverja þegar að leikurinn er flautaður á. Svo viljum við líka spila góðan fótbolta. Blanda þessu tvennu saman. Spilað stutt og langt, hafa baráttu en líka tæknilega getu. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Að hafa þessi einkennismerki, DNA-ið í liðinu verði spennandi.“ Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Aðdragandinn að samstarfi Þorláks og ÍBV var stuttur. Hann var að eigin sögn ný lagstur í sófann eftir að hætt sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense sem náði sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni, þegar að kallið kom úr Vestmannaeyjum eftir að Hermann Hreiðarsson hafði óvænt sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Þorlákur mun flytja til Eyja, fjölskyldan verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, Láki þekkir lífið á eyjunni vel og segir það einna helst tvennt sem heilli hann við það tækifæri að taka við ÍBV á þessum tímapunkti. „Ég er náttúrulega alinn upp í Vestmannaeyjum. Bjó þar sem krakki og fannst núna vera kominn tími til að fara aftur til Eyja. Síðan finnst mér þetta ÍBV lið mjög spennandi. Það eru leikmenn þarna á góðum aldri. Leikmenn á aldrinum 22-27 ára. Margir leikmenn sem geta bætt sig að mínu mati. Þetta tvennt gerði útslagið fyrir mig.“ ÍBV tryggði sig beint upp í Bestu deildina með því að verða Lengjudeildarmeistari. Fótboltahefðin er mikil í Eyjum, margir sem horfa á ÍBV sem félag sem á heima í efstu deild en karlaliðið hefur verið yoyo undanfarin ár. „Lengjudeildin er gríðarlega erfið og jöfn deild eins og þú sagðir sjálfur. Ég er búinn að þjálfa í henni nokkrum sinnum. Ég held bara að það sé stemning í þessum leikmannahópi. Aðkomumennirnir sem hafa verið á mála hjá liðinu eru orðnir að miklu leiti bara Eyjamenn. Það er nauðsynlegt. Stemningin er svo mikilvægur þáttur í þessu þegar að þú ert að spila fyrir ÍBV. Þeir áttu skilið að fara upp. Nú snýst þetta bara um að sanna sig í Bestu deildinni.“ „Ég held að í grunnin sé það akkúrat það sem þessir hlutlausu hugsa. Er ÍBV að fara að vera áfram eitthvað yoyo lið? Ég hef trú á því að við verðum með frambærilegt lið á næsta ári. Það hefur allavegana engin áhrif á mig.“ Eyjamenn breytast í Spartverja Láki ætlar að flytjast búferlum til Vestmannaeyja. „Stutt spjall við konuna og bingó,“ segir Láki sem heldur þó einn til Vestmannaeyja. „Konan er æviráðin íþróttakennari hérna konan og fer ekki fet. Við höfum þó náð góðu jafnvægi í sambandið með því að vera í fjarbúð. Það verður ekkert vandamál.“ Fram undan spennandi tímar í Vestmannaeyjum þar sem að Láki skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hvernig horfir hann á þessi þrjú ár fram undan varðandi liðið og fótboltann? „Ég hef lært að hugsa þetta bara eitt ár fram í tímann. Fyrsta verkið núna er að hitta leikmenn, fara yfir stöðuna með þeim. Fá það á hreint hvaða leikmenn verða áfram. Það eru einhverjir leikmenn sem eru að hætta, aðrir sem eru að færa sig um set. Síðan förum við í að reyna fá leikmenn inn í stað þeirra sem eru að fara. Ég sest niður með leikmönnum og fer yfir markmiðin. Ég bara vonast til að við verðum með lið sem getur verið með þennan eyja anda. Að við höldum honum. Það er bara þannig í heimamönnunum sem og þeim sem fara til Eyja að þeir breytast í einhverja Spartverja þegar að leikurinn er flautaður á. Svo viljum við líka spila góðan fótbolta. Blanda þessu tvennu saman. Spilað stutt og langt, hafa baráttu en líka tæknilega getu. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Að hafa þessi einkennismerki, DNA-ið í liðinu verði spennandi.“
Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira