Valur eyddi færslu um stærstu söluna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 10:24 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn