„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. október 2024 21:49 Matthias Præst Nielsen verður leikmaður KR eftir viku en spilaði með Fylki í kvöld, gegn KR. KR / FYLKIR Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum. „Við stóðum okkur ágætlega en þetta var erfitt eftir rauða spjaldið. Við áttum fínar skyndisóknir og gerðum vel í að halda þeim frá okkar marki, en þetta var bara erfitt, fáum rautt spjald á okkur og erum marki undir. Ekki mikið meira hægt að segja, þetta var bara erfitt“ sagði hann um leikinn. Klæddist KR treyju fyrr í sumar Þá færðist talið að félagaskiptunum en Matthias nálgaðist þennan leik eins og alla aðra. „Já það var svolítið skrítið en þetta er bara eins og hver annar leikur. Við reyndum að vinna og ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum,“ sagði Matthias og bætti við að hann hefur ekki verið í neinum samskiptum við KR síðan hann skrifaði undir í sumar. „Að sjálfsögðu er ég spenntur að spila fyrir KR. En eftir tapið í dag er það ekki það sem ég er hugsa,“ sagði Matthias aðspurður um spennuna sem fylgir því að spila fyrir stórveldið. Mikið spil á æfingum Fylkis Fylkir er fallinn, undanfarnar vikur hafa því verið furðulegar hjá félaginu. Einnig er þjálfarinn, Rúnar Páll, í leikbanni og stýrir liðinu ekki í leikjum en sér um æfingar ennþá. „Við reynum að halda í jákvæðnina, höfum gaman á æfingum og spilum mikið. Við erum auðvitað fallnir en reynum samt að vinna alla leiki og halda ákefðinni á æfingum.“ KR Fylkir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Við stóðum okkur ágætlega en þetta var erfitt eftir rauða spjaldið. Við áttum fínar skyndisóknir og gerðum vel í að halda þeim frá okkar marki, en þetta var bara erfitt, fáum rautt spjald á okkur og erum marki undir. Ekki mikið meira hægt að segja, þetta var bara erfitt“ sagði hann um leikinn. Klæddist KR treyju fyrr í sumar Þá færðist talið að félagaskiptunum en Matthias nálgaðist þennan leik eins og alla aðra. „Já það var svolítið skrítið en þetta er bara eins og hver annar leikur. Við reyndum að vinna og ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum,“ sagði Matthias og bætti við að hann hefur ekki verið í neinum samskiptum við KR síðan hann skrifaði undir í sumar. „Að sjálfsögðu er ég spenntur að spila fyrir KR. En eftir tapið í dag er það ekki það sem ég er hugsa,“ sagði Matthias aðspurður um spennuna sem fylgir því að spila fyrir stórveldið. Mikið spil á æfingum Fylkis Fylkir er fallinn, undanfarnar vikur hafa því verið furðulegar hjá félaginu. Einnig er þjálfarinn, Rúnar Páll, í leikbanni og stýrir liðinu ekki í leikjum en sér um æfingar ennþá. „Við reynum að halda í jákvæðnina, höfum gaman á æfingum og spilum mikið. Við erum auðvitað fallnir en reynum samt að vinna alla leiki og halda ákefðinni á æfingum.“
KR Fylkir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira