Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. október 2024 09:59 Aðdáendur eru harmi slegnir eftir andlát söngvarans. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. Daily Mail greinir frá en líkt og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Án umboðs og án útgáfu Söngvarinn skrifaði undir samning við Capital Records í eigu Universal árið 2016, þá einungis 22 ára gamall. Payne gaf út eina plötu undir eigin nafni plötuna LP1 árið 2019. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að forsvarsmenn Universal hafi ákveðið að fresta útgáfu seinni plötu hans áður en ákveðið var að slíta samningi hans. Payne gaf fyrr á árinu út lagið Teardrops. Þá segir einnig í umfjöllun miðilsins að umboðsmaður hans hafi sagt upp fyrr í mánuðinum. Ástæðan eru málaferli fyrrverandi eiginkonu hans Maya Henry á hendur honum vegna áreitis en hún sagði hann stöðugt vera að reyna að ná sambandi við sig í hennar óþökk. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru nánir söngvaranum að hann hafi verið á slæmum stað. Eins og fram hefur komið var Payne sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu og verið undir miklum áhrifum vímuefna og áfengis áður en hann lést. Bæði útgáfufyrirtækin Universal og Capital Records hafa minnst söngvarans á samfélagsmiðlum. Andlát Liam Payne Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53 One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47 Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Daily Mail greinir frá en líkt og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Án umboðs og án útgáfu Söngvarinn skrifaði undir samning við Capital Records í eigu Universal árið 2016, þá einungis 22 ára gamall. Payne gaf út eina plötu undir eigin nafni plötuna LP1 árið 2019. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að forsvarsmenn Universal hafi ákveðið að fresta útgáfu seinni plötu hans áður en ákveðið var að slíta samningi hans. Payne gaf fyrr á árinu út lagið Teardrops. Þá segir einnig í umfjöllun miðilsins að umboðsmaður hans hafi sagt upp fyrr í mánuðinum. Ástæðan eru málaferli fyrrverandi eiginkonu hans Maya Henry á hendur honum vegna áreitis en hún sagði hann stöðugt vera að reyna að ná sambandi við sig í hennar óþökk. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru nánir söngvaranum að hann hafi verið á slæmum stað. Eins og fram hefur komið var Payne sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu og verið undir miklum áhrifum vímuefna og áfengis áður en hann lést. Bæði útgáfufyrirtækin Universal og Capital Records hafa minnst söngvarans á samfélagsmiðlum.
Andlát Liam Payne Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53 One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47 Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53
One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43