Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2024 17:45 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að segja gott komið með þingmennsku. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar. Það gerir hún með stuttum pistli á Facebook. Þar segir hún að talsverðar breytingar hafi orðið á sínu lífi fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Ég hafði á umliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi.“ Steinunn segir starfið hafa gefið sér færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verði hún að eilífu þakklát. „Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt - en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ Þá víkur Steinunn að því að eftir talsverða umhugsun hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að nú sé komið gott, hún ætlar ekki að bjóða sig fram til forystu í komandi kosningum. „Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu - sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ Steinunn Þóra segir að endingu að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og segist sannfærð um að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni ná góðum árangri í kosningunum. Félögum sínum í þingflokki þakkar hún frábært samstarf í gegnum tíðina. Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Það gerir hún með stuttum pistli á Facebook. Þar segir hún að talsverðar breytingar hafi orðið á sínu lífi fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Ég hafði á umliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi.“ Steinunn segir starfið hafa gefið sér færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verði hún að eilífu þakklát. „Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt - en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ Þá víkur Steinunn að því að eftir talsverða umhugsun hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að nú sé komið gott, hún ætlar ekki að bjóða sig fram til forystu í komandi kosningum. „Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu - sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ Steinunn Þóra segir að endingu að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og segist sannfærð um að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni ná góðum árangri í kosningunum. Félögum sínum í þingflokki þakkar hún frábært samstarf í gegnum tíðina.
Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira