Lionel Messi í miklu stuði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 07:32 Lionel Messi átti stórkostlegan leik með Argentínumönnum í undankeppni HM í nótt og kom að fimm af sex mörkum. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi fór á kostum í nótt þegar argentínska landsliðið vann 6-0 stórsigur á Bólivíu í undankeppni HM 2026. Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira