„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 06:31 Oscar og Sonja. Úr einkasafni Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira