„Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 13:30 Kristrún ræddi við fréttamenn að loknum fundi með forsetanum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir liggja fyrir að forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Ræða þurfi hvort setja eigi þess í stað starfsstjórn. „Við í Samfylkingunni viljum kosningar sem fyrst og við styðjum það að þing verði rofið. En það skiptir mái hvernig hlutirnir eru gerðir og við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu,“ sagði Kristrún eftir fund sinn með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra ekki hafa beðist lausnar fyrir sig og sína ríkisstjórn og það þurfi að ræða hvort það sé skynsamlegra að setja á starfsstjórn við þessar aðstæður. Hún segist hafa gert forseta grein fyrir þessari skoðun sinni en að það þurfi að ræða þetta. Hún segir þetta tækifæri skipta máli fyrir þjóðina. Hún segir Samfylkinguna vinna að því að koma sínum áherslum á framfæri og hún og Bjarni munu takast á næstu vikurnar. Hún hlakki til þess. Kristrún fyrst Kristrún fór fyrst formanna á fund forsetans í dag. Á eftir henni kom svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Næst fer svo Inga Sæland formaður Flokks fólksins á fund forsetans klukkan 16. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir formaður VG klukkan 18:15. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. 14. október 2024 13:21 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda með forseta Íslands hver á fætur öðrum í kjölfar fundar forseta með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir þingrofi 14. október 2024 08:23 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
„Við í Samfylkingunni viljum kosningar sem fyrst og við styðjum það að þing verði rofið. En það skiptir mái hvernig hlutirnir eru gerðir og við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu,“ sagði Kristrún eftir fund sinn með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra ekki hafa beðist lausnar fyrir sig og sína ríkisstjórn og það þurfi að ræða hvort það sé skynsamlegra að setja á starfsstjórn við þessar aðstæður. Hún segist hafa gert forseta grein fyrir þessari skoðun sinni en að það þurfi að ræða þetta. Hún segir þetta tækifæri skipta máli fyrir þjóðina. Hún segir Samfylkinguna vinna að því að koma sínum áherslum á framfæri og hún og Bjarni munu takast á næstu vikurnar. Hún hlakki til þess. Kristrún fyrst Kristrún fór fyrst formanna á fund forsetans í dag. Á eftir henni kom svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Næst fer svo Inga Sæland formaður Flokks fólksins á fund forsetans klukkan 16. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir formaður VG klukkan 18:15.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. 14. október 2024 13:21 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda með forseta Íslands hver á fætur öðrum í kjölfar fundar forseta með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir þingrofi 14. október 2024 08:23 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. 14. október 2024 13:21
Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda með forseta Íslands hver á fætur öðrum í kjölfar fundar forseta með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir þingrofi 14. október 2024 08:23