„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 10:31 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra virðist vera meira en tilbúinn í kosningar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni að loknum fundi hans og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Á fundinum óskaði Bjarni eftir heimild til þingrofs en hann tilkynnti í gær að ríkisstjórnin væri fallin. Halla sagði að loknum fundinum að hún hefði þegar rætt við formenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í gærkvöldi. Hún muni nú ræða við formenn allra flokka á Alþingi í dag. Hún muni taka sér tíma til að taka ákvörðun um þingrofsbeiðni Bjarna og tilkynna niðurstöðuna síðar í vikunni. Biðst lausnar ef Sigurður Ingi og Svandís treysta sér ekki til að sitja áfram Bjarni segir að hann hafi metið stöðuna sem svo að ríkisstjórnin geti starfað áfram saman fram að kosningum en ekki lengur. Hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, og komi í ljós að þau treysti sér ekki til áframhaldandi samstarfs muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mikilvægt sé að flokkarnir nái saman um að afgreiða mikilvæg mál fyrir kosningar, þar séu fremst fjárlög. Nægur tími sé fyrir það og þingið hafi með meirihluta atkvæða þegar markað ramma fyrir fjárlög næsta árs. „Ég er í engum vafa um að ef menn bara að fylgja þessu einfalda ráði, að hafa sama aðhald við afgreiðslu fjárlaganna, eins og birtist í fjárlögunum sjálfum núna við framlagningu, þá þurfi engar áhyggjur hafa af einhverjum slæmum afleiðingum þess að kjósa fyrir lok árs.“ Verði þeim að góðu Spurður að því hvort hann telji eðlilegast að hann myndi leiða mögulega starfstjórn, komi til þess að hann biðjist lausnar, segist hann vísa í venjuna í þeim efnum. „Ef menn vilja í einhverja leiki í aðdraganda kosninga og finna sér einhvern ávinning í því, þá bara verði þeim að góðu. Ég veit hvað ég ætla að tala um við kjósendur, ég er að mælast til þess að við höfum stjórn á þessum mikilvægustu málum í aðdraganda kosninga. Ég er ekki að leggja til þingrof hér nema vegna þess að ég tel það nauðsynlegt. Ég tel nauðsynlegt að veita fólkinu í landinu valdið til að leggja línurnar um framhaldið. Ef einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn ætla að fara í einhverjar æfingar kæmi það mér í fyrsta lagi mjög á óvart. En ég segi bara, ég held að það muni ekki koma vel út fyrir þá.“ Ólík sýn Bjarni segir að á fundi hans með Sigurði Inga og Svandísi um helgina hafi komið í ljós ólík sýn þeirra tveggja annars vegar og hans hins vegar. Þau hafi talið að halda ætti áfram að miðla málum, finna lausnir og svo framvegis. Hann hafi aftur á móti talið að þar sem að það væri engin von til þess, þá væri ekki annað ábyrgt en að ganga til kosninga. „Ég geri það ekki af gamni mínu eða af einhverri léttúð, að segja hingað en ekki lengra, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt. Og ég held að þegar menn gá að því betur sjá fleiri og fleiri að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt eða það hefði verið gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið. Og margir núna sé ég eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni og mér gæti ekki verið meira sama um alla spekinganna sem nú segja: „Ja, þetta voru nú bara svona margir dagar í embætti og þetta verður skrifað í sögubækurnar og annað.“ Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er að við þurfum sterkara umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu til þess að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta sagði Bjarni að loknum fundi hans og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Á fundinum óskaði Bjarni eftir heimild til þingrofs en hann tilkynnti í gær að ríkisstjórnin væri fallin. Halla sagði að loknum fundinum að hún hefði þegar rætt við formenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í gærkvöldi. Hún muni nú ræða við formenn allra flokka á Alþingi í dag. Hún muni taka sér tíma til að taka ákvörðun um þingrofsbeiðni Bjarna og tilkynna niðurstöðuna síðar í vikunni. Biðst lausnar ef Sigurður Ingi og Svandís treysta sér ekki til að sitja áfram Bjarni segir að hann hafi metið stöðuna sem svo að ríkisstjórnin geti starfað áfram saman fram að kosningum en ekki lengur. Hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, og komi í ljós að þau treysti sér ekki til áframhaldandi samstarfs muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mikilvægt sé að flokkarnir nái saman um að afgreiða mikilvæg mál fyrir kosningar, þar séu fremst fjárlög. Nægur tími sé fyrir það og þingið hafi með meirihluta atkvæða þegar markað ramma fyrir fjárlög næsta árs. „Ég er í engum vafa um að ef menn bara að fylgja þessu einfalda ráði, að hafa sama aðhald við afgreiðslu fjárlaganna, eins og birtist í fjárlögunum sjálfum núna við framlagningu, þá þurfi engar áhyggjur hafa af einhverjum slæmum afleiðingum þess að kjósa fyrir lok árs.“ Verði þeim að góðu Spurður að því hvort hann telji eðlilegast að hann myndi leiða mögulega starfstjórn, komi til þess að hann biðjist lausnar, segist hann vísa í venjuna í þeim efnum. „Ef menn vilja í einhverja leiki í aðdraganda kosninga og finna sér einhvern ávinning í því, þá bara verði þeim að góðu. Ég veit hvað ég ætla að tala um við kjósendur, ég er að mælast til þess að við höfum stjórn á þessum mikilvægustu málum í aðdraganda kosninga. Ég er ekki að leggja til þingrof hér nema vegna þess að ég tel það nauðsynlegt. Ég tel nauðsynlegt að veita fólkinu í landinu valdið til að leggja línurnar um framhaldið. Ef einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn ætla að fara í einhverjar æfingar kæmi það mér í fyrsta lagi mjög á óvart. En ég segi bara, ég held að það muni ekki koma vel út fyrir þá.“ Ólík sýn Bjarni segir að á fundi hans með Sigurði Inga og Svandísi um helgina hafi komið í ljós ólík sýn þeirra tveggja annars vegar og hans hins vegar. Þau hafi talið að halda ætti áfram að miðla málum, finna lausnir og svo framvegis. Hann hafi aftur á móti talið að þar sem að það væri engin von til þess, þá væri ekki annað ábyrgt en að ganga til kosninga. „Ég geri það ekki af gamni mínu eða af einhverri léttúð, að segja hingað en ekki lengra, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt. Og ég held að þegar menn gá að því betur sjá fleiri og fleiri að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt eða það hefði verið gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið. Og margir núna sé ég eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni og mér gæti ekki verið meira sama um alla spekinganna sem nú segja: „Ja, þetta voru nú bara svona margir dagar í embætti og þetta verður skrifað í sögubækurnar og annað.“ Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er að við þurfum sterkara umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu til þess að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55
Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent