Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. október 2024 16:27 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals sem fátt getur stöðvað þessa dagana. Vísir/Anton Brink Valskonur lögðu Hauka með sex marka mun í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 28-22 í leik þar sem heimakonur í Val voru með yfirhöndina allan tímann. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira