Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Íþróttadeild Vísis skrifar 11. október 2024 20:42 Logi Tómasson átti stórkostlega innkomu í seinni hálfleik. vísir / anton brink Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. Byrjunarlið Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Í fyrra marki Wales átti Hákon góða fyrstu vörslu og bjargaði á línu, en sló boltann því miður fyrir fætur Brennans Johnson. Gat lítið gert í öðru markinu en varði meistaralega undir lok fyrri hálfleiks og kom í veg fyrir að gestirnir færu með þriggja marka forystu inn í búningsherbergi. Gat slakað vel á í seinni hálfleik. vísir / anton brink Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður [7] Afskaplega lítið út á hans leik að setja. Traustasti varnarmaður Íslands í kvöld. Ógnaði sóknarlega og bauð upp á utan á hlaup. Meira verður ekki beðið um. vísir / anton brink Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [2] Arfaslök frammistaða og var tekinn af velli í hálfleik, skiljanlega. Stóð alveg flatur og bar ábyrgð á manninum sem tók þverhlaupið í báðum mörkum Wales í fyrri hálfleik.vísir / anton brink Sverrir Ingi Ingason og Daníel Leó Grétarsson, miðverðir [6] Sökinni verður ekki skellt alfarið á Kolbein. Vörnin hriplak og hleypti Wales-verjunum ítrekað í gegn. Mörkin í fyrri hálfleik voru keimlík og hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Voru stálheppnir að lenda ekki þremur mörkum undir í fyrri hálfleik. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [7] Lét menn heyra það, bæði fyrir vel unnin verk og annað sem honum þótti ekki eins gott, mikill karakter og leiðtogi á vellinum. Nældi sér í spjald snemma, var með löppina mjög hátt á lofti eins og sjá má. Heppinn að það var gult en ekki rautt. Verður samt í banni á mánudaginn gegn Tyrkjum. vísir / anton brink Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [7] Eilíft áreiðanlegur og mikilvægur fyrir liðið. Skaut frábæru skoti um miðjan seinni hálfleik, óheppinn að skora ekki sjálfur en vann hornspyrnu og upp úr því kom mark Íslands. Bað um skiptingu undir lokin, vonandi ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Liðið má ekki við því að missa hann út.vísir / anton brink Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður [5] Missti boltann eitt sinn mjög klaufalega og var eins og allt íslenska liðið ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik en gerðist ekki sekur um nein herfileg mistök. Tekinn af velli í hálfleik engu að síður, fyrir Mikael Egil sem gaf Íslandi mikinn hraða og kraft.vísir / anton brink Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [7] Líður alltaf vel í landsliðstreyjunni og stóð sig með sóma í kvöld. Átti sendinguna á Loga í öðru marki Íslands. Afskaplega óheppinn að skora ekki sigurmarkið, skot í stöngina á 90. mínútu. vísir / anton brink Orri Steinn Óskarsson, framherji [8] Ótrúlega öflugur og samstarfið með Andra gekk mjög vel. Komst oft í góðar stöður í fyrri hálfleik en tók ekki alltaf réttar ákvarðanir. Átti þrumuskot í slánna í upphafi seinni hálfleiks, óheppinn að hafa ekki séð boltann syngja í netinu.vísir / anton brink Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [8] Fékk frábæra stöðu og kom sér vel framhjá varnarmanni í upphafi leiks, hefði alveg mátt skjóta sjálfur en ákvað að senda, sem var ekkert slæm ákvörðun endilega en sendingin var arfaslök og rataði ekki á samherja.Var síðan hársbreidd frá því að minnka muninn fyrir Ísland, rétt eftir annað mark Wales, en skotinu var bjargað á línu.vísir / anton brink Varamenn Maður leiksins - Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Birgi Finnsson í hálfleik [10] Innkoma sem mun seint gleymast. Logi er gerður fyrir stóra sviðið. Skoraði fyrra markið með stórkostlegu utanfótarskoti með sínum eitraða vinstri fæti. Glæsilega vel gert. Átti seinna markið sömuleiðis alveg sjálfur, þó það skráist sem sjálfsmark. Þvílík innkoma.Fékk aðeins auðveldara verkefni varnarlega og þurfti ekki að dekka Brennan Johnson - sem var skipt út af í hálfleik. Ekki það, Ísland var í sókn eiginlega allan seinni hálfleikinn og þurfti ekki að leggja inn mikla varnarvinnu.vísir / anton brink Mikael Egill Anderson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik [6] Frábær varamaður, kom inn með mikinn kraft, en nýtti færin sem hann fékk illa.Fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en, hafði tíma til að taka snertingu og skjóta af meiri yfirvegun en dreif sig að mæta boltanum og skaut viðstöðulaust framhjá markinu. Gafst annað tækifæri skömmu síðar en nýtti það ekkert betur, skaut himinhátt yfir úr afbragðsfæri.Um miðjan seinni hálfleik skapaðist góð staða en þar tók Mikael ranga ákvörðun og gaf frekar á Andra Lucas en Orra Stein, sem var í mun betra færi.vísir / anton brink Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.vísir / anton brink Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á fyrir Andra Lucas á 84. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.vísir / anton brink Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Byrjunarlið Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Í fyrra marki Wales átti Hákon góða fyrstu vörslu og bjargaði á línu, en sló boltann því miður fyrir fætur Brennans Johnson. Gat lítið gert í öðru markinu en varði meistaralega undir lok fyrri hálfleiks og kom í veg fyrir að gestirnir færu með þriggja marka forystu inn í búningsherbergi. Gat slakað vel á í seinni hálfleik. vísir / anton brink Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður [7] Afskaplega lítið út á hans leik að setja. Traustasti varnarmaður Íslands í kvöld. Ógnaði sóknarlega og bauð upp á utan á hlaup. Meira verður ekki beðið um. vísir / anton brink Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [2] Arfaslök frammistaða og var tekinn af velli í hálfleik, skiljanlega. Stóð alveg flatur og bar ábyrgð á manninum sem tók þverhlaupið í báðum mörkum Wales í fyrri hálfleik.vísir / anton brink Sverrir Ingi Ingason og Daníel Leó Grétarsson, miðverðir [6] Sökinni verður ekki skellt alfarið á Kolbein. Vörnin hriplak og hleypti Wales-verjunum ítrekað í gegn. Mörkin í fyrri hálfleik voru keimlík og hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Voru stálheppnir að lenda ekki þremur mörkum undir í fyrri hálfleik. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [7] Lét menn heyra það, bæði fyrir vel unnin verk og annað sem honum þótti ekki eins gott, mikill karakter og leiðtogi á vellinum. Nældi sér í spjald snemma, var með löppina mjög hátt á lofti eins og sjá má. Heppinn að það var gult en ekki rautt. Verður samt í banni á mánudaginn gegn Tyrkjum. vísir / anton brink Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [7] Eilíft áreiðanlegur og mikilvægur fyrir liðið. Skaut frábæru skoti um miðjan seinni hálfleik, óheppinn að skora ekki sjálfur en vann hornspyrnu og upp úr því kom mark Íslands. Bað um skiptingu undir lokin, vonandi ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Liðið má ekki við því að missa hann út.vísir / anton brink Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður [5] Missti boltann eitt sinn mjög klaufalega og var eins og allt íslenska liðið ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik en gerðist ekki sekur um nein herfileg mistök. Tekinn af velli í hálfleik engu að síður, fyrir Mikael Egil sem gaf Íslandi mikinn hraða og kraft.vísir / anton brink Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [7] Líður alltaf vel í landsliðstreyjunni og stóð sig með sóma í kvöld. Átti sendinguna á Loga í öðru marki Íslands. Afskaplega óheppinn að skora ekki sigurmarkið, skot í stöngina á 90. mínútu. vísir / anton brink Orri Steinn Óskarsson, framherji [8] Ótrúlega öflugur og samstarfið með Andra gekk mjög vel. Komst oft í góðar stöður í fyrri hálfleik en tók ekki alltaf réttar ákvarðanir. Átti þrumuskot í slánna í upphafi seinni hálfleiks, óheppinn að hafa ekki séð boltann syngja í netinu.vísir / anton brink Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [8] Fékk frábæra stöðu og kom sér vel framhjá varnarmanni í upphafi leiks, hefði alveg mátt skjóta sjálfur en ákvað að senda, sem var ekkert slæm ákvörðun endilega en sendingin var arfaslök og rataði ekki á samherja.Var síðan hársbreidd frá því að minnka muninn fyrir Ísland, rétt eftir annað mark Wales, en skotinu var bjargað á línu.vísir / anton brink Varamenn Maður leiksins - Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Birgi Finnsson í hálfleik [10] Innkoma sem mun seint gleymast. Logi er gerður fyrir stóra sviðið. Skoraði fyrra markið með stórkostlegu utanfótarskoti með sínum eitraða vinstri fæti. Glæsilega vel gert. Átti seinna markið sömuleiðis alveg sjálfur, þó það skráist sem sjálfsmark. Þvílík innkoma.Fékk aðeins auðveldara verkefni varnarlega og þurfti ekki að dekka Brennan Johnson - sem var skipt út af í hálfleik. Ekki það, Ísland var í sókn eiginlega allan seinni hálfleikinn og þurfti ekki að leggja inn mikla varnarvinnu.vísir / anton brink Mikael Egill Anderson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik [6] Frábær varamaður, kom inn með mikinn kraft, en nýtti færin sem hann fékk illa.Fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en, hafði tíma til að taka snertingu og skjóta af meiri yfirvegun en dreif sig að mæta boltanum og skaut viðstöðulaust framhjá markinu. Gafst annað tækifæri skömmu síðar en nýtti það ekkert betur, skaut himinhátt yfir úr afbragðsfæri.Um miðjan seinni hálfleik skapaðist góð staða en þar tók Mikael ranga ákvörðun og gaf frekar á Andra Lucas en Orra Stein, sem var í mun betra færi.vísir / anton brink Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.vísir / anton brink Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á fyrir Andra Lucas á 84. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.vísir / anton brink
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira