Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 15:54 Teikning af forsögulegu þúsundfætlutegundinni arthropleura. Hún gat orðið allt að tveggja og hálfs metra löng og fimmtíu kíló að þyngd. AP/Mickaël Lhéritier, Jean Vannier, Alexandra Giupponi Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar. Dýr Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar.
Dýr Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira