Stóð af sér vantrauststillögu Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 13:56 Michel Barnier var skipaður forsætisráðherra Frakklands í sumar. AP Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01
Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08