Stóð af sér vantrauststillögu Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 13:56 Michel Barnier var skipaður forsætisráðherra Frakklands í sumar. AP Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01
Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08