Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 16:17 Gary Lineker hefur starfað í kringum enska boltann hjá BBC frá árinu 1999. Vísir/Getty Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“ Enski boltinn Bretland Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“
Enski boltinn Bretland Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira