Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2024 17:15 Hildur (til vinstri í efri röðinni) getur huggað sig við það að án hennar fékk liðið á sig fimm mörk á aðeins tuttugu mínútum. Madríd CFF Hildur Antonsdóttir og stöllur í Madríd CFF voru 1-0 yfir gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona þegar flautað var til hálfleiks í leik liðanna í efstu deild kvenna í knattspyrnu fyrr í dag. Börsungar skoruðu átta mörk í síðari hálfleik. Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira