Vance með yfirhöndina í kurteisum kappræðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 07:36 Varaforsetaefnin voru kurteis og hófstillt í svörum sínum. AP/Matt Rourke Varaforsetaefnin J.D. Vance og Tim Walz mættust í kappræðum í New York í gær, sem stjórnmálaskýrendur virðast sammála um að hafi verið óvenju kurteisar og fremur óspennandi. Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira