Uppsagnir hjá ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 10:30 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að áætlað sé að aðgerðirnar spari um 300 milljónir á ári. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum. Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk. Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk.
Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira