„Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:30 Hilmar Árni var heiðraður fyrir leik Stjörnunnar og HK. Vísir/Diego Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, lauk MA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands nú í sumar. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur innan vallar þá eru aðrir hlutir honum efst í huga. Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5) Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira