Freyr um rangan fréttaflutning: „Þetta særði mig mjög mikið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 08:01 Freyr á blaðamannafundinum. KV Kortrijk Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska efstu deildarliðsins Kortrijk, hefur fengið afsökunarbeiðni eftir fréttaflutning þess efnis að hann væri að fara taka við Cardiff City sem spilar í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Freyr var gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn og lét í sér heyra á X-síðu sinni, áður Twitter. Þá sendi félagið jafnframt frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Á blaðamannafundi á föstudag fór Freyr yfir málið og sagði það sem lá sér á hjarta. Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario. Thanks for your support 🙏— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024 „Þetta særði mig mjög mikið. Þegar þú vinnur með blaðamönnum líkt og við gerum þá er það gert með hreinskilni og traust að leiðarljósi. Áður en þú flytur fréttir þá þarftu að athuga þær og athuga þær aftur,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það hafði hins vegar enginn samband við mig. Ég get fullvissað ykkur um að ef fólk hefur samband við mig þá mun ég ekki ljúga að ykkur. Ég veit vel að það gera allir mistök í starfi en ef þú gerist sekur um slíkt þá ættir þú einnig að geta beðist afsökunar.“ Á vefsíðu Kortrijk kemur fram að blaðamennirnir tveir sem fluttu fyrstir fréttirnar hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi sínum og þar með sé því máli lokið að hálfu félagsins. Kortrijk er 8 stig að loknum 8 umferðum og hefur liðið nú leikið fjóra leiki án sigurs. Á sunnudag mætir liðið Royale Union SG sem situr í 12. sæti með 10 stig. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Freyr var gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn og lét í sér heyra á X-síðu sinni, áður Twitter. Þá sendi félagið jafnframt frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Á blaðamannafundi á föstudag fór Freyr yfir málið og sagði það sem lá sér á hjarta. Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario. Thanks for your support 🙏— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024 „Þetta særði mig mjög mikið. Þegar þú vinnur með blaðamönnum líkt og við gerum þá er það gert með hreinskilni og traust að leiðarljósi. Áður en þú flytur fréttir þá þarftu að athuga þær og athuga þær aftur,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það hafði hins vegar enginn samband við mig. Ég get fullvissað ykkur um að ef fólk hefur samband við mig þá mun ég ekki ljúga að ykkur. Ég veit vel að það gera allir mistök í starfi en ef þú gerist sekur um slíkt þá ættir þú einnig að geta beðist afsökunar.“ Á vefsíðu Kortrijk kemur fram að blaðamennirnir tveir sem fluttu fyrstir fréttirnar hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi sínum og þar með sé því máli lokið að hálfu félagsins. Kortrijk er 8 stig að loknum 8 umferðum og hefur liðið nú leikið fjóra leiki án sigurs. Á sunnudag mætir liðið Royale Union SG sem situr í 12. sæti með 10 stig.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira