Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 12:03 Svona var umhorfs í bænum Ladek-Zdroj í suðvestanverðu Póllandi í síðustu viku eftir flóð þar. Gríðarleg úrkoma féll í Mið-Evrópu á fáum dögum fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13