Krefjast aðgerða vegna verðlaunahafa Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 11:02 Ivan Litvinovich hefur unnið tvenn ólympíugull í áhaldafimleikum. Getty/Jamie Squire Verðlaunahafar Hvíta-Rússlands frá Ólympíuleikunum í París í sumar virðast hafa brotið reglur um hlutleysi þegar þeir tóku við viðurkenningum frá Alexander Lukashenko, forseta landsins. Úkraínumenn krefjast aðgerða. Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira