Til í að taka skóna af hillunni fyrir Barcelona Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 22:32 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Nú gæti hann snúið aftur á fótboltavöllinn. Getty/Mikolaj Barbanell Neyðarfundir hafa verið haldnir í Katalóníu í dag vegna alvarlegra meiðsla markvarðar Barcelona, Marc-André ter Stegen. Pólverjinn Wojciech Szczesny er sagður tilbúinn að taka skóna af hillunni til að leika fyrir félagið. Ter Stegen varð fyrir meiðslum á dögunum og er á leið í aðgerð. Líklegt þykir að hann verði frá í átta til níu mánuði og því ljóst að tímabili Þjóðverjans er lokið. Börsungar skoða nú að fá markvörð inn í hans stað en ljóst er að sá markvörður þarf að vera án félags, þar sem hinn almenni félagsskiptamarkaður er lokaður. Þrír eru sagðir koma til greina, Pólverjinn Wojciech Szczesny, Sílebúinn Claudio Bravo, sem lék áður með Barcelona 2014 til 2016, og Kosta Ríkumaðurinn Keylor Navas. 🔵🔴🇵🇱 Wojciech Szczesny’s agents CAA Stellar have been approached by Barcelona to discuss potential terms.Szczesny announced his retirement this summer but Barça want to understand his situation, as @wlodar85 reports.Keylor Navas and one more candidate remain in the list. pic.twitter.com/1nPNr9HGph— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024 Bravo hætti fótboltaiðkun í sumar en hafði verið á mála hjá Real Betis frá 2020 þar til í sumar. Samningur Navas við Paris Saint-Germain rann út í sumar en hann var varamarkvörður félagsins á síðustu leiktíð, en lék þó fjóra deildarleiki. Szczesny var markvörður Juventus á Ítalíu frá 2017 þar til í sumar en hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir að samningur hans í Tórínó rann út. Szczesny er sagður líklegri til að semja við Barcelona og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Barcelona hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn Pólverjans. Hann er sagður opinn fyrir því að hætta við að hætta fyrir eins stórt félag og Barcelona. Hjá Börsungum er einn annar markvörður í aðalliðshópi félagsins, hinn 25 ára gamli Iñaki Peña, sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Katalóníuliðið, þar af einn á síðustu leiktíð. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Ter Stegen varð fyrir meiðslum á dögunum og er á leið í aðgerð. Líklegt þykir að hann verði frá í átta til níu mánuði og því ljóst að tímabili Þjóðverjans er lokið. Börsungar skoða nú að fá markvörð inn í hans stað en ljóst er að sá markvörður þarf að vera án félags, þar sem hinn almenni félagsskiptamarkaður er lokaður. Þrír eru sagðir koma til greina, Pólverjinn Wojciech Szczesny, Sílebúinn Claudio Bravo, sem lék áður með Barcelona 2014 til 2016, og Kosta Ríkumaðurinn Keylor Navas. 🔵🔴🇵🇱 Wojciech Szczesny’s agents CAA Stellar have been approached by Barcelona to discuss potential terms.Szczesny announced his retirement this summer but Barça want to understand his situation, as @wlodar85 reports.Keylor Navas and one more candidate remain in the list. pic.twitter.com/1nPNr9HGph— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024 Bravo hætti fótboltaiðkun í sumar en hafði verið á mála hjá Real Betis frá 2020 þar til í sumar. Samningur Navas við Paris Saint-Germain rann út í sumar en hann var varamarkvörður félagsins á síðustu leiktíð, en lék þó fjóra deildarleiki. Szczesny var markvörður Juventus á Ítalíu frá 2017 þar til í sumar en hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir að samningur hans í Tórínó rann út. Szczesny er sagður líklegri til að semja við Barcelona og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Barcelona hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn Pólverjans. Hann er sagður opinn fyrir því að hætta við að hætta fyrir eins stórt félag og Barcelona. Hjá Börsungum er einn annar markvörður í aðalliðshópi félagsins, hinn 25 ára gamli Iñaki Peña, sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Katalóníuliðið, þar af einn á síðustu leiktíð.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira