Sjáðu ótrúlega sjö mínútna þrennu Smith og tvennu Nadíu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:32 Samantha Smith, framherji Breiðabliks. Vísir/Diego Allt stefnir í hreinan úrslitaleik Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær þar sem bandarískur framherji Blika stal senunni. Samantha Smith hefur farið hamförum frá því að hún skipti frá FHL til Breiðabliks um mitt sumar en hún hafði þá lagt grunninn að því að FHL tryggði sæti sitt í Bestu deildinni, og reynir nú við annan deildartitil. Smith skoraði 15 mörk í 14 leikjum fyrir austan áður en hún flutti í Kópavoginn. Hjá Blikum hafði hún skorað fjögur í jafnmörgum leikjum fyrir leik gærdagsins við Þór/KA á Kópavogsvelli. Þar voru aðeins 14 mínútur liðnar þegar Smith var búin að skora þrjú. Mörkin því orðin sjö í fimm leikjum. Þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir settu þá eitt hver áður en Sandra María Jessen skoraði sárabótamark fyrir Norðankonur, hennar 22. mark í deildinni í sumar. Klippa: Skoraði þrennu á sjö mínútum Valur er aðeins stigi á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Valskonur unnu 2-0 sigur á FH að Hlíðarenda í gær þar sem Nadía Atladóttir, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark í sitt hvorum hálfleiknum fyrir Valskonur. Klippa: Mörk Nadíu fyrir Val gegn FH Á föstudag gerðu þá Víkingur og Þróttur 1-1 jafntefli í efri hluta Bestu deildinnar. Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir en Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði undir lok leiks. Klippa: Mörkin úr jafntefli Víkings og Þróttar Öll mörkin má sjá í spilurunum að ofan. Næstu helgi mætir Breiðblik FH-ingum í Kópavoginum en Valur sækir Víking heim. Fái liðin sama stigafjölda úr leikjum sínum verður hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október næst komandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Samantha Smith hefur farið hamförum frá því að hún skipti frá FHL til Breiðabliks um mitt sumar en hún hafði þá lagt grunninn að því að FHL tryggði sæti sitt í Bestu deildinni, og reynir nú við annan deildartitil. Smith skoraði 15 mörk í 14 leikjum fyrir austan áður en hún flutti í Kópavoginn. Hjá Blikum hafði hún skorað fjögur í jafnmörgum leikjum fyrir leik gærdagsins við Þór/KA á Kópavogsvelli. Þar voru aðeins 14 mínútur liðnar þegar Smith var búin að skora þrjú. Mörkin því orðin sjö í fimm leikjum. Þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir settu þá eitt hver áður en Sandra María Jessen skoraði sárabótamark fyrir Norðankonur, hennar 22. mark í deildinni í sumar. Klippa: Skoraði þrennu á sjö mínútum Valur er aðeins stigi á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Valskonur unnu 2-0 sigur á FH að Hlíðarenda í gær þar sem Nadía Atladóttir, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark í sitt hvorum hálfleiknum fyrir Valskonur. Klippa: Mörk Nadíu fyrir Val gegn FH Á föstudag gerðu þá Víkingur og Þróttur 1-1 jafntefli í efri hluta Bestu deildinnar. Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir en Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði undir lok leiks. Klippa: Mörkin úr jafntefli Víkings og Þróttar Öll mörkin má sjá í spilurunum að ofan. Næstu helgi mætir Breiðblik FH-ingum í Kópavoginum en Valur sækir Víking heim. Fái liðin sama stigafjölda úr leikjum sínum verður hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október næst komandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira