Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Árni Sæberg skrifar 23. september 2024 13:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gætir hagsmuna kvenanna. Fimm konur sem starfa eða starfað hafa hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanns þeirra hjá félaginu. Ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur manninum, Sóloni Guðmundssyni, fyrir nauðgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“ Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“
Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42