Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 19:16 Vivianne Miedema er komin á blað hjá Man City. Franco Arland/Getty Images Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22