„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2024 16:47 Diljá fór háðuglegum orðum um jafnlaunavottunina, sem hún sagði séríslenskt apparat sem gárungarnir kalli gjarnan láglaunavottun. Diljá sagði um vitagagnslaust en rándýr fyrirbæri að ræða. vísir/vilhelm Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira