„Það spurði þig enginn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 11:03 Pharrell Williams er ekki alveg á sömu línu og Taylor Swift þegar það kemur að því að virða skoðanir sínar á pólitík. Vísir/EPA Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump. Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump.
Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira