Úkraínski heimsmeistarinn handtekinn á flugvelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2024 09:32 Oleksandr Usyk var handjárnaður í flugvelli í Kraká. Hnefaleikakappinn Oleksandr Usyk, heimsmeistari í þungavigt, hefur verið látinn laus eftir að hafa verið handtekinn á flugvelli í Póllandi. Forseti Úkraínu blandaði sér í málið. Usyk var handtekinn á flugvelli í Kraká í gær. Á myndbandi sáust einkennisklæddir menn leiða hann í burtu í handjárnum. ‼️ Oleksandr Usyk has seemingly been arrested at Krakow Airport in Poland today, though full information about the situation is currently unknown…pic.twitter.com/W2fLnxgCPF— Michael Benson (@MichaelBensonn) September 17, 2024 Ekki er vitað af hverju Usyk var handtekinn en honum hefur nú verið sleppt úr haldi, meðal annars fyrir tilstuðlan Volódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég ræddi við Usyk í síma þegar hann var handtekinn. Ég var reiður vegna framkomunnar í garð borgara okkar og meistara,“ skrifaði Selenskí á Telegram. „Ég skipaði utan- og innanríkisráðherra að komast að öllu um handtökuna. Um leið og mér var tjáð að allt væri í lagi var meistaranum okkar sleppt.“ Samkvæmt teymi Usyks og honum sjálfum var um misskilning að ræða. Hann kvaðst einnig ánægður með að málið hafi verið leyst. Usyk var á leiðinni til London til að fylgjast með bardaga Anthonys Joshua og Daniels Dubois um helgina. Usyk varð heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa sigrað Tyson Fury í maí. Þeir eiga að mætast aftur 21. desember. Usyk hefur unnið alla 22 bardaga sína sem atvinnumaður. Box Úkraína Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira
Usyk var handtekinn á flugvelli í Kraká í gær. Á myndbandi sáust einkennisklæddir menn leiða hann í burtu í handjárnum. ‼️ Oleksandr Usyk has seemingly been arrested at Krakow Airport in Poland today, though full information about the situation is currently unknown…pic.twitter.com/W2fLnxgCPF— Michael Benson (@MichaelBensonn) September 17, 2024 Ekki er vitað af hverju Usyk var handtekinn en honum hefur nú verið sleppt úr haldi, meðal annars fyrir tilstuðlan Volódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég ræddi við Usyk í síma þegar hann var handtekinn. Ég var reiður vegna framkomunnar í garð borgara okkar og meistara,“ skrifaði Selenskí á Telegram. „Ég skipaði utan- og innanríkisráðherra að komast að öllu um handtökuna. Um leið og mér var tjáð að allt væri í lagi var meistaranum okkar sleppt.“ Samkvæmt teymi Usyks og honum sjálfum var um misskilning að ræða. Hann kvaðst einnig ánægður með að málið hafi verið leyst. Usyk var á leiðinni til London til að fylgjast með bardaga Anthonys Joshua og Daniels Dubois um helgina. Usyk varð heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa sigrað Tyson Fury í maí. Þeir eiga að mætast aftur 21. desember. Usyk hefur unnið alla 22 bardaga sína sem atvinnumaður.
Box Úkraína Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira