Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2024 15:10 Aron Elí er spenntur fyrir opnuninni. Hulda Bjarna Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við. Á dögunum var greint frá því að elstu starfandi fiskbúðinni á höfuðborgarsvæðinu, Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði, hafi verið lokað. Fiskikóngurinn stakk niður penna við þessi tímamót og segir sorglegt hve hratt fiskverslanir týna tölunni. Þegar hann byrjaði í bransanum átján ára hafi um þrjátíu fiskbúðir verið í Reykjavík, nú séu þær sex. Þróunin virðist hafa verið á þessa leið í gegnum árin. Í Helgarpóstinum kom fram árið 1981 að hinn hefðbundni fisksali gegni æ minna hlutverki í innkaupavenjum fólks. Fjöldi fiskbúða hafi á síðustu þrjátíu árum fækkað úr 50 til 60 í rúmlega 20 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra verslana sem hætti nýlega störfum er Fiskbúðin við Sundlaugaveg í Laugardal. Töluverð sorg ríkti í hverfishópnum á Facebook þegar versluninni var lokað í vor. Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og opna þeir dyr sínar í dag. Fjallað var um fækkun fiskbúða og yfirvofandi opnun í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Nýr eigandi segir líklegustu skýringuna á fækkun fiskbúða í borginni vegna þess að varan sé aðgengilegri en áður. Fiskur fáist í flestum matvöruverslunum auk þess sem fólk kjósi að fá heimsendan mat. „En það er bara svo mikill sjarmur að koma inn í sérverslun, fá þessa þjónustu. Fá þessa nánd, maður þekkir alltaf fólkið sem kemur. Þannig það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa þjónustu því það er enn mikið af fólki sem vill halda í þetta,“ segir Aron Elí Helgason, annar eigandi verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu eigi enn erindi en þá skipti miklu máli að neytendur versli við sérvöruverslanir. „Ég hef bara trú á því, sérstaklega hérna í þessu geggjaða hverfi, að fólk taki við því og mæti þeirri áskrorun að koma í fiskbúðina.“ Verslun Reykjavík Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að elstu starfandi fiskbúðinni á höfuðborgarsvæðinu, Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði, hafi verið lokað. Fiskikóngurinn stakk niður penna við þessi tímamót og segir sorglegt hve hratt fiskverslanir týna tölunni. Þegar hann byrjaði í bransanum átján ára hafi um þrjátíu fiskbúðir verið í Reykjavík, nú séu þær sex. Þróunin virðist hafa verið á þessa leið í gegnum árin. Í Helgarpóstinum kom fram árið 1981 að hinn hefðbundni fisksali gegni æ minna hlutverki í innkaupavenjum fólks. Fjöldi fiskbúða hafi á síðustu þrjátíu árum fækkað úr 50 til 60 í rúmlega 20 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra verslana sem hætti nýlega störfum er Fiskbúðin við Sundlaugaveg í Laugardal. Töluverð sorg ríkti í hverfishópnum á Facebook þegar versluninni var lokað í vor. Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og opna þeir dyr sínar í dag. Fjallað var um fækkun fiskbúða og yfirvofandi opnun í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Nýr eigandi segir líklegustu skýringuna á fækkun fiskbúða í borginni vegna þess að varan sé aðgengilegri en áður. Fiskur fáist í flestum matvöruverslunum auk þess sem fólk kjósi að fá heimsendan mat. „En það er bara svo mikill sjarmur að koma inn í sérverslun, fá þessa þjónustu. Fá þessa nánd, maður þekkir alltaf fólkið sem kemur. Þannig það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa þjónustu því það er enn mikið af fólki sem vill halda í þetta,“ segir Aron Elí Helgason, annar eigandi verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu eigi enn erindi en þá skipti miklu máli að neytendur versli við sérvöruverslanir. „Ég hef bara trú á því, sérstaklega hérna í þessu geggjaða hverfi, að fólk taki við því og mæti þeirri áskrorun að koma í fiskbúðina.“
Verslun Reykjavík Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira