Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 14:31 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen mynda gott teymi hjá Víkingum Vísir/Samsett mynd „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31